Aukið eftirlit hér á landi - með starfsmönnum barna!

Undirrituð kynnti sér rannsóknir í Svíþjóð fyrir nokkrum árum um áreitni starfsmanna þar með börn . Sýndu þær að starfsmenn sem sækja á börn kynferðislega er staðreynd. Kom einnig  í ljós að eldri börn áreittu yngri börn kynferðislega. Voru það oft (ekki alltaf) unglingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi sjálfir á heimilum sínum. Þá kom einnig fram að slíkt ofbeldi var kunnugt hjá þjálfurum  íþróttafélaga. Ætla má að hér á landi séu svipaðar aðstæður í þessum málum.

Hvað fortíðina varðar hér á landi hefur  fram komið á ýmsum meðferðarheimilum að börn urðu fyrir ofbeldi af starfsmönnum þar. Um nútíðina í umræddum málum fara af minni frásagnir.  Þó aðeins komið fram annað slagið. Man eftir manni hjá KFUM sem var staðin að verki og greint var frá í fjölmiðlum.

Í ljósi þessarar fréttar er rétt að setja strangari reglur hér á landi en nú er, þegar starfsmenn eru ráðnir til umsjár barna og unglinga.

Ekki síst vegna þeirra starfsmanna sem vinna með börn, eru framúrskarandi starfsfólk, er þarft að herða reglur um ráðningu fólks. Þeir einstaklingar sem eru starfsmenn með börn og eru ofbeldismenn setja slæma ímynd á aðra starfsmenn sem ekki má líðast.

 


mbl.is Aukið eftirlit í Svíþjóð með fólki sem starfar með börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband