Forystugrein blaðsins sniðgengur áfengisvandann!?

 Kolbrún Bergþórsdóttir slær því fram í forystugrein blaðsins í dag að, “langstærsti hluti þjóðarinnar kunni að fara með áfengi”. Orkar tvímælis að forystugein blaðsins afgreiði áfengisneyslu með fullyrðingu án þess að lita á málið í víðara samhengi.Staðreyndin er hins vegar sú að tíu prósent (30.000. manns) Íslendinga eiga við alvarlegan áfengisvanda að stríða. Með tilheyrandi fjölskyldu -og heimilishörmungum eru u.þ.b. helmingur íslendinga sem þekkir vandann persónulega. Erlendis er áfengisvandi meiri en hér á landi, tugir milljóna manns verða áfengisfíkn að bráð ásamt samfélagslegum skaða. Kolbrún nefnir  aðeins að söluáfengisráðgjafar séu á hverju strái til að ráðleggja fólki hvaða vín sé við hæfi í drykkju hverju sinni. Þar með er  vandi áfengisneyslu leystur að mati Kolrúnar. Forystugreinin virðist ekki vera skrifuð með þjóðfélagslega velferð í huga heldur fremur til stuðnings vínsölu? Hvað varðar áfengislög þá má taka undir, að þau þurfi endurskoðunar við, en ekki til að auka frelsis áfengissölu. Heldur  til að endurskoða lögin þannig að ekki verði fram hjá þeim litið. Auglýsingar í fjölmiðlum hafa mikil áhrif samkvæmt rannsóknum. Lífstílsauglýsingar hafa afgerandi mótun  á fólk ekki síst börn og unglinga. Hafa verið bannaðar víða erlendis einnig á stórum vínframleiðslulöndum í Suður-Evrópu. ESB hefur markvisst tekið upp stefnu gegn ofneyslu áfengis innan sinna vébanda.   Ef til vill voru Íslendingar á undan sinni samtíð með stranga áfengisstefnu sem gæti orðið almennari víða um lönd innan tíðar. Hægt að fullvissa Kolbrúnu um, að ef hlegið hefur verið að okkur vegna strangra áfengislaga, þá er ábyrgum leiðtogum Evrópu ekki hlátur í huga þegar hörmungar áfengisneyslu  koma sífellt fram í auknum mæli. Ekkert þjóðfélag fær staðist án þess að lög og reglur séu til staðar. Ekki síst þegar um söluvöru er að ræða sem veldur fólki skaða. Reykingar hafa mjög verið takmarkaðar með lögum vegna þess að þær valda miklum þjóðfélagslegum skaða. Áfengi er ekki síður skaðlegt heilsu manna. Um sölu þess og auglýsingar verður að setja enn strangari lög en nú eru í gildi.     

 Tilvitnanir:  Eftirfarandi tilvitnanir eru teknar úr  grein í Mbl. eftir Hjalta Jóns Sveinssonar, skólameistara á Akureyri  og lýsir vel áfengisvanda unga fólksins í hnotskurn hér á landi:Ég hef horft upp á allt of marga nemendur mína, í þessum 1.200 manna skóla, verða áfengi og öðrum fíkniefnum að bráð. Margir hafa flosnað upp úr námi af þessum sökum en sem betur fer koma sumir aftur eftir meðferð af mismunandi toga, m.a. á vegum SÁÁ, sem hefur unnið mjög gott starf hér í bæ og komið fjölmörgum ungmennum og fjölskyldum þeirra til hjálpar”.

“Fá afgreitt áfengi á tilboðsverði

Það er sannarlega við ramman reip að draga fyrir okkur uppalendur. Hart er sótt að ungu fólki, jafnvel grunnskólanemendum, og þeir hvattir til þess að kaupa og neyta vímuefna af öllu mögulegu tagi. Þá reyna skemmtistaðir bæjarins að gylla starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og auglýsa sérstök tilboð á bjór og sterku áfengi t.d. á fimmtudagskvöldum. Komið hefur fyrir að fjöldi 16 og 17 ára framhaldsskólanema hafi fengið inngöngu á staði þessa þó svo að slíkt sé skv. lögum miðað við 18 ára aldurstakmark. Þá hafa þessir sömu unglingar fengið afgreitt áfengi, jafnvel á tilboðsverði, þó svo að áfengisaldurinn sé 20 ár. Teljum við starfsfólk framhaldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, sem hafa um 2.000 nemendur innan vébanda sinna samanlagt og þar af 350 á heimavist, löngu orðið tímabært að eftirlit með veitingahúsum verði hert með hliðsjón af ofangreindu.”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband