13.6.2007 | 13:21
Stod2 stendur ekki við áskriftarsamninga?
Ákvað að gerast áskrifandi Stöðvar2 fyrir ári síðan, tók svokallaðan m12- árspakka með mánaðargjaldi að uppæð 4.745 pr. mán. með boðgreiðslum á kreditkorti mínu. Samkvæmt kreditkorti mínu hækkaði umsamið mánaðargjaldið í mars um 130 kr., næsta mánuð um kr. 645, lokagreiðslan varð síðan 120 kr hærri en umsamið verð. Hringdi margsinnis til að spyrja um ástæður hækkunar, fékk þau svör að hækkun væri leyfileg þrátt fyrir gerða samninga. Þá var ekki annað að gera en að fara niður í Skaftahlíð og segja upp áskriftinni.
Fjórum sinnum var stöðinni lokað vegna vangreiðslu á tímabilinu, að sögn upplýsingadeildar Stövar2 . Samkvæmt kreditkorti mínu voru alltaf teknar út greiðslur mánaðarlega. Það sem meira var að MasterCard greiddi umyrðalaust hækkun á gjöldunum þótt samkvæmt samningi við Stöd2 skyldu greiðslur vera þær sömu allt árið, sem þeir höfðu einnig undir höndum.
Samkvæmt áskriftarskilmálum 365 er eftirfarnandi grein: "365 áskilur sér rétt til að breyta áskrifaraskilmálum. Breytinganna verða kynntar áskrifendum skriflega með að minnsta kosti eins mánaðar fyrirvara. Kynna skal í hverju breytingarnar felast og réttur áskrifenda til að segja samningi upp". Ekkert bréf barst um breytingar. Eins og fram hefur komið þá greiddi MasterCard umyrðalaust hækkunina án þess að hafa til þess nokkra heimild.
Vildi segja frá þessari reynslu minni öðrum til umhugsunar. Stod2 fjölgar ekki til frambúðar áskrifendum eða eykur viðskiptavild sína með svona vikskiptaháttum. Langar að mörgu leyti til að hafa Stöd2 því oft eru þar ágætir þættir og fréttir; en framangreind óábyrg þjónusta gefur ekki tilefni til þess.
Að sjálfsögðu ætla ég einnig að segja MasterCard upp. Er sár út i fyrirtækið sem ég hef skipt við til margra ára og alltaf staðið í skilum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2007 kl. 00:01 | Facebook