Stúlkurnar okkar - áfram stelpur!

GrinSkemmtilegur landsleikur framundan við Frakka. Stúlkurnar okkar munu án efa standa sig með sóma og vonandi vinna þær leikinn. Langt síðan að svona spennandi leikur hefur farið fram ekki síðan karlar unnu Frakka fyrir nokkrum árum hér heima. Nú munu stúlkurnar okkar vekja meiri athygli en ella vegna deyfðar íslenska karlalandsliðsins undanfarið. Karlarnir fá samkeppni í athygli sem er af hinu góða, hefur hvetjandi áhrif í íþróttinni. Undanfarna síðustu landsleiki hefur karlana vantað hinn sanna baráttuanda - eins og þeir séu haldnir leikleiða. Það var ömurlegt að sjá sjálfan "kónginn" Eið Smára sparka boltanum í markið að ástæðulausu í landsleiknum um daginn, hlaut að vita að hann fengi leikbann?  Ekki íþróttamannsleg framkoma ef hann hefur gert það til að verða ekki með gegn Svíum?

Áfram stelpur mínar, bjargið nú  heiðri okkar og vinnið - eða fallið með sæmd!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kónginn


mbl.is Byrjunarlið Íslendinga gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband