16.6.2007 | 12:14
Ofsaakstur - mótorhjóla við Rauðavatn
Enn og aftur þökk sé lögreglunni fyrir árvekni sína til verndar okkur borgurunum. Hert eftirlit mun hafa áhrif þegar frammí sækir og auka samfélagslega vitund samborgaranna um vandann sem skilar sér vonandi í betra uppeldi.
Ungir "mótorhjólakappar" eru áhyggjuefni. En nú má gera mótorhjól hjól þeirra sem brjóta gróflega umferðalög upptæk. Undirrituð var á gangi upp við Rauðavatn fyrir nokkrum dögum. Vissi ekki fyrr til en að unglingslegur "mótarhjólakappi" kom með ofsahraða eftir göngustígnum inni í kjarrinu. Hrökklaðist út í móa og þóttist heppinn. Hjólakappinn hægði ekki á sér en þaut í rykskýi með ofsahraða. Held að ekki hafi verið númer á hjólinu allavega ekki að framan.
Bannað er að vera á mótorhjóli upp við Rauðavatn en því miður ekki virt sem skyldi. Sjálfsagt erfitt um vik fyrir lögregluna að veira aðhald þar uppfrá.
Þessir ökufantar eru á öllum tímum og ekki síður um miðjan dag.
Margir stöðvaðir fyrir ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Facebook