Umhverfisvænar samgöngur í Reykjavík

Vandi mengunar frá útblæstri bifreiða í Reykjavík/höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið nægilega í umræðunni. Ekki vanþörf á að forystugrein Mbl. lýsi skoðun sinni og er það vel. Mengun hefur um langan tíma snúist um virkjunarmál ekki síst í aðdraganda síðustu  kosninga. Þar sem höfðað var meira til tilfinninga en með rökstuddum hætti. Undirrituð rekur ekki minni til að Ómar Ragnarsson hafi vakið umræðu um þessa miklu mengun í Reykjavík í kosningabaráttunni. Einkennilegt þar sem borgarbúar eru í hættu að veikjast í öndunarfærum þegar svifrykið er sem mest.Þrátt fyrir “trumbuslátt og fyrirgang” fékk flokkur Ómars ekki brautargegni í kosningunum. Hvers vegna ekki? Ef til vill fyrir hvað stefna flokksins var þröng í umhverfismálum, snerist að mestu um Kárahnjúkavirkjun sem er þó byggð fyrst fremst með þjóðarhag í huga. En “Jón Jónsson” lét ekki blekkjast og kaus ekki flokk Ómars.

Lítið er minnst á borgarmengun eða plastpokaframleiðsluna bæði fyrir rusl og innkaup. Vitað er að plastpokar eyðast ekki fyrr en eftir hundruð ára eða jafnvel meira.  Plastpokaframleiðslunni er m.a. með pokasjóð, ætlað að styðja skórækt. Má segja að framleiðslan hafi snúist upp í andhverfu sína sem ekki var ætlunin, í upphafi.Skóræktarmenn hér í borginni hafa aðallega beint spjótum sínum að sauðkindinni sem er ekki nokkur mengunarvaldur og veldur ekki teljandi skaða á gróðri. Las hér á vefnum að Þjóðverjar væru komnir miklu lengra en við, að ferðast með umhverfisvænum hætti á reiðhjóli og gangandi, mjög hefði dregið úr notkun einkabíla.þar. Borgarstjórinn i Reykjavík er í góðri stöðu að leggja áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Hann nýtur almennra vinsælda sem borgarstjóri og ekki mun draga úr þeim þótt hann noti áhrif sín til að sporna við bílaumferð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband