1.8.2007 | 13:08
Lögreglan með innra eftirlit.
Gott að vita að lögreglan skuli hafa virkt innra eftirlit til að fylgja eftir góðum vinnureglum hjá sér. Er ekki merki um spillingu þótt einhver starfsmaður í lögreglunni þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Þvert á móti ber það vott um aðhald innan lögreglunnar sjálfrar sem er af hinu góða.
Þegar allt kemur til alls eru venjulegir menn í lögreglunni sem geta gert mistök eins og hver annar. Enginn maður er fullkominn, ekki frekar lögreglumaður en aðrir þegnar.
Varðstjóri ákærður fyrir brot í opinberu starfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Facebook