Ofnotkun áfengis er ekki einkamál

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra  hefur lýst stuðningi yfir ákvörðun bæjarstjóra Akureyrar um aldurstakmark á Akureyri um verslunarmannahelgina og er það ánægjulegt.  Ekki auðveld en rétt ákvörðun bæjarstjórans við þeim vanda sem við blasti. Undanfarin ár hefur ofnotkun áfengis verið til vandræða þar nyrðra og beinlínis sett ímynd bæjarins úr skorðum hvað varðar skemmtanir svo ekki varð við unað lengur. Nauðsynlegt að þeir sem fara með völd og áhrif skuli skerast í leikinn, þegar skemmtanabransinn/vínsalar ganga  of langt í áróðri sínum.

Samkvæmt grein skólameistarans, Jóns Sveinssonar á Akureyri í Mbl fyrir nokkrum mánuðum. (Vantar dagssetningu)skrifar hann eftirfarandi: 

“Fá afgreitt áfengi á tilboðsverði Það er sannarlega við ramman reip að draga fyrir okkur uppalendur. Hart er sótt að ungu fólki, jafnvel grunnskólanemendum, og þeir hvattir til þess að kaupa og neyta vímuefna af öllu mögulegu tagi. Þá reyna skemmtistaðir bæjarins að gylla starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og auglýsa sérstök tilboð á bjór og sterku áfengi t.d. á fimmtudagskvöldum. Komið hefur fyrir að fjöldi 16 og 17 ára framhaldsskólanema hafi fengið inngöngu á staði þessa þó svo að slíkt sé skv. lögum miðað við 18 ára aldurstakmark. Þá hafa þessir sömu unglingar fengið afgreitt áfengi, jafnvel á tilboðsverði, þó svo að áfengisaldurinn sé 20 ár. Teljum við starfsfólk framhaldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, sem hafa um 2.000 nemendur innan vébanda sinna samanlagt og þar af 350 á heimavist, löngu orðið tímabært að eftirlit með veitingahúsum verði hert með hliðsjón af ofangreindu.

Stöðugildum lögreglumanna hefur fækkað

Fyrir um 30 árum voru stöðugildi lögreglumanna á Akureyri 30. Síðan hefur íbúum bæjarins fjölgað um mörg þúsund og ekki síst hlutfall fólks á framhaldsskólaaldri, en það er að líkindum hvergi jafnhátt og hér. Stóraukin bílaumferð er öllum ljós. - Og hvað ætli stöðugildi lögreglumanna séu mörg í dag? Þau eru 29!” 

Augljóst að veitingahús á Akureyri hafa gengið langt út fyrir öll siðleg mörk í græðgi sinni til að selja unglingum vín jafnvel ólöglega.Að lækka áfengisverð mun auka vandann og áróður og markaðasetning víns verðu mun harðari.  Vonandi verður dómsmálaráðherrann fastur fyrir á Alþingi þegar/ ef Ágúst Ólafur varaformaður Samfylkingarinnar gengur fram fyrir skjöldu fyrir vínsala  og reynir að koma framvarpi í gegnum þingið  um áfengislækkun og lækkun áfengisaldurs. 

 Ágúst Ólafur hefur lýst yfir í fjölmiðlum að hann hafi þverpólitískan styrk á bak við sig í framagreindu frumvarpi. Ef slíkt frumvarð nær fram að ganga er verið að nota frelsishugtakið í þágu vínsala, að þeir megi selja svo mikið áfengi sem þeir vilja án þess hverjar afleiðingar verða. Að mati undirritaðrar gengur Ágúst Ólafur þvert á hagsmuni almannaheilla og getur  tæplega talist sæmandi fyrir forystumann jafnaðaramannaflokksins.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband