Háskólann að Bifröst - til Húsavíkur - til Ísafjarðar - til Egilsstaða

Háskólamenntun úti á landi þarf að vera vel ígrunduð sagði rektor Háskólans í Reykjavík stödd á Ísafirði fyrir nokkrum dögum. Að  háskólamenntun úti á landi yrði  að vera af réttri stærðargráðu. Eflaust þarf öll háskólamenntun að vera vel ígrunduð og hefur háskólamenntun tekið stórstígum framförum með metnaðarfullum hugmyndum á stuttum tíma.

Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri eru menntastofnanir sem bera uppi þá hákskólamenntun sem geta verið samkeppnisfærar á alþjóðlegum grunni. Ekki virðist þörf á uppbyggingu fleiri slíkra háskóla. Væri fjármunum betur varið til frekari uppbyggingar háskóla/ háskólasetra úti á landi sem yrðu í tengslum við stóru háskólana.

Að flytja háskólann að Bifröst með markvissri skipulagningu til Húsavíkur, til Ísafjarðar, til  Egilsstaða gæti verið skynsamleg aðgerð og myndi verða vítamínsprauta til uppbyggingar háskólamenntun og fjölbreyttu atvinnulífi úti á landi. Byggðirnar fengju með háskólasetri vel menntað metnaðarfullt fólk sem yrði styrkur til betri lífskjara og framfara á öllum sviðum. 

Færi vel  á því að félagsfræði og hagfræði (- Hriflusetur -) yrðu kennd á Húsavík,  mætti bæta við samvinnufræðum og viðskiptalögfræði. Þar nyrðra var áður fyrr sett á stofn samvinnuverslun með framtaki og hæfilegri félagshyggju sjálfmenntaðra manna; sem þá var nauðsynleg til að fá raunverulegt verslunarfrelsi. Má  reikna með góðum jarðvegi þar til að þróa áfram framtak, frelsi  og félagsgreinar  í þágu landsbyggðarinnar og þjóðarinnar sem heild til að halda jafnvægi í byggðum landsins. 

Landbúnaðar – og sjávarútvegsráðherra skrifar í grein sinni í Fréttablaðinu (18.sept.) “ Í þágu unga fólksins og byggðanna”: “ Ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verður sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt að  mörkum sambærileg kjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér völl og við verðum einfaldlega undir”. 

– Með stjórnvaldsaðgerð hafa kjör sjávarbyggða verið skert verulega. Sjómenn hafa misst sem svarar mánaðartekjum vegna styttri sjósóknar aðrir misst atvinnuna alveg. Slík skerðing verður ekki leyst með-  námskeiðum - hér og  námskeiðum - þar þegar horft er til framtíðar. Markviss þróun háskólamenntunar úti á landsbyggðinni tryggir best framtíð unga fólksins. Til þess þarf stjórnvaldsaðgerð til breytinga á háskólamenntun og færa hana markvisst út á land í tengslum við háskólana á Reykjavíkursvæðinu og Akureyri.

Háskólinn að Bifröst þjónar ekki kröfum nýs tíma vegna staðsetningar sinnar. Áður fyrr meðan hann var og hét Samvinnuskóli þjónaði hann markmiðum samvinnuverslunar og uppbyggingu hennar en er liðin tíð.  Starfsemin sem nú fer fram í Bifröst er tæplega í takt við þá þróun í menntun til framfara, sem þarf að verða með skjótum hætti úti landsbyggðinni.

Bifröst sem háskólasetur fyrir háskólann í Reykjavík gæti veið hugmynd sem vert væri að ígrunda? Ekki óraunhæft að framangreindar hugmyndir um háskóamenntun úti á landi gæti orðið að veruleika á fimm árum.Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband