Mjólka til Austurlands - framhald

Vondar fréttir að að leggja niður mjólkurbúið á Héraði, sem á að  vera hagkvæmt  rekstrarlega eftir því sem fjölmiðlar hafa upplýst. Fyrirtæki í Reykjavík og Akureyri miða hagkvæmni sína við að leggja niður mjólkurbú/mjólkurframleiðslu austur á landi.  

Fróðlegt væri að sjá hvernig sú rekstrarhagfræði er sett fram, fyrir hverja er hún hagkvæm? Til þess að framangreind fyrirtæki geti orðið hagkvæm þá á að leggja niður mjólkurframleiðslu sem þjónar öllu Austurlandi. Er hagkvæmt  að aka mjólkinni til neytenda frá Akureyri um allt Austurland allt árið hvernig sem viðrar? Hlýtur að vera nauðsynlegt að framleiða frumþarfir eins og helstu mjólkurvörur á svæðinu? 

Vonandi sér Mjólka hið nýja einkafyrirtæki í mjólkuriðnaði sóknarfæri og vinnur úr mjólkurafurðum á Austurlandi til hagsbóta og öryggis bæði fyrir neytendur og bændur. 

Í vikulokin þætti RUV (í morgun), sem stjórnað var af fréttamanni af Egilsstöðum til skamms tíma þar sem fréttir vikunnar voru ræddar kom fram að ekkert væri  við því að segja þó mjólkurvinnsla væri lögð niður á Austurlandi. "Er í þágu hagræðingar og samkeppni", sagði konan í þættinum (nafn?).

Stjórnandi kom ekki með neinar spurningar um í hverju hagræðingin væri fólgin. Enda var þættinum útvarpað frá Akureyri. Tæðlega  hlutlaust af RUV, að umræða sé á Akureyri um að leggja niður mjólkuriðnað á Austulandi, Akureyringum til hagsbóta. Undirrituð tók eftirfarandi frétt úr Málgagni bænda og landsbyggðar frá því í gær:

 "Búnaðarsamband Austurlands mótmælir tillögum MS  

Á stjórnarfundi Búnaðarsambands Austurlands sem haldinn var í gær var samþykkt ályktun þar sem þeim tillögum sem stjórn MS hefur lagt fram um að leggja niður mjólkurvinnslu á Egilsstöðum er harðlega mótmælt. Í ályktuninni segir:

Stjórn Búnaðarsambands Austurlands mótmælir harðlega þeim tillögum sem stjórn MS hefur lagt fram um að leggja niður mjólkurvinnslu á Egilsstöðum.

Mjólkurframleiðsla er veigamikill hlekkur í þeim landbúnaði sem stundaður er hér á Austurlandi og landbúnaður er mikilvægur bæði hvað varðar atvinnulíf, samfélag og ásýnd landshlutans. Stjórn BsA óttast að með því að hætta fullvinnslu mjólkur veikist staða landbúnaðar á svæðinu og erfiðara verði að halda úti fullnægjandi þjónustu við atvinnugreinina og þannig dragi úr eðlilegri framþróun.

Í nafni hagræðingar hafa á síðustu árum verið lagðar niður tvær mjólkurstöðvar á starfssvæði  BsA,  í Neskaupsstað og á Vopnafirði. Framleiðsla af þessum svæðum hefur í auknum mæli verið að færast yfir á Fljótsdalshérað og nær núverandi mjólkurstöð. Bændur hafa lagt metnað sinn í að halda uppi framleiðslu þannig að áfram verði grundvöllur fyrir rekstri samlagsins á Egilsstöðum eins og lofað var við samruna við MBF. Þessi þróun í framleiðslu mjólkur sýnir okkur hvað muni gerast hér á næstu árum ef mjólkurstöðin verður lögð niður og mjólkinni ekið til vinnslu og pökkunar í aðra landshluta.

Með því að hætta rekstri mjólkurstöðvarinnar á Egilsstöðum er vegið að landbúnaði sem atvinnugrein í heilum landsfjórðungi. Stjórn BsA  lýsir  undrun sinni á  að fyrirtæki í eigu bænda um allt land skuli ætla að stíga fyrsta skrefið til þess. Stjórnin hvetur fulltrúaráð og stjórnendur MS til að skoða málið frá fleiri sjónarhornum, því þó hagræðing geti verið nauðsynleg, þá getur komið að því að hún fari að valda óhagræði fyrir það fólk sem byggir landið".

Tæplega trúverðug að fyrirtæki eins og mjólkursamsamsalan, sem hefur allt að því einokun á mjólkuriðnaði haldi fram hagræðingu til að að leggja niður mjólkuriðnað í heilum landshluta án þess að greint sé frá forsendum.

 Mjólka hið nýja fyrirtæki ætti að hafa alla burði til að sýna fram á hagkvæman rekstur á Austurlandi.Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband