Blogg milli himins og jarðar

Bloggið er nýung hér á landi og á vonandi eftir að þroskast og taka framförum í framtíðinni. Moggabloggið er yfirleitt gott blogg sem gefur möguleika á að blogga um allt milli himins og jarðar og er það vel.  Erfiðast eiga þeir sem ekki eru sammála sem um er ritað,  vilja ekki skiptast á skoðunum eða rökræða, heldur eru með skítkast og ókvæðisorð í athugasemdum eða hringja í viðkomandi með skömmum og svívirðingum  eins og undirrituð hefur  hef orðið fyrir. Þeir sem haga sér svo eru sem betur fer undantekning. Oftast eru viðbrögð lesenda uppörvandi og uppbyggandi.

Ef  umræddir mættu ráða þá  yrði sennilega lokað fyrir mörg blogg sem vilja umræðu með rökum og sanngirni. Sem betur fer er  málfrelsi í mbl-blogginu,  við lifum í frjálsu samfélagi. Ef til vill í frjálsari heimi hvað varðar málfrelsi en gerist meðal starfandi blaðamann, sem jafnvel þurfa að gjalda með lífi sínu erlendis  eða hrökklast úr starfi.  Undirrituð hefur því kosið að hafa blogg sitt lokað fyrir athugasemdum fyrst um sinn þótt óneitanlega það sé ekki eins skemmtilegt blogg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband