Biblía 21 aldar: Síraksbók - Um vináttu

Um vináttuSmile 19Særindi á auga koma út tárum,
það sem hjartað nístir afhjúpar veikleik þess.
20 Sá fælir brott fugla sem varpar að þeim steini,
sá sem brigslar vini slítur vináttu.
21 Þótt þú hafir brugðið sverði gegn góðvini,
örvæntu ekki því að enn má snúa við.
22 Hafir þú mælt gegn góðvini,
vertu samt ósmeykur því að enn má ná sáttum.
En brigslyrði, hroka, trúnaðarbrot og níð,
slíkt mun sérhver vinur flýja.
23Ávinn traust náunga þíns meðan hann er fátækur
svo að þú fáir glaðst þegar hann auðgast.
Veit honum stoð er að honum sverfur
svo að þú fáir hlutdeild í happi hans.
Ekki skyldi ætíð fyrirlíta kröpp kjör
og ekki skyldi dá auðmann sé hann heimskur.
[2]


24Reykur og svæla fara á undan eldi,
eins eru illdeilur fyrr en blóð flýtur.
25Ekki skal ég blygðast mín fyrir að vernda vin
og aldrei fela mig fyrir honum.
26En hendi mig illt af völdum hans
munu allir sem um það heyra varast hann.

Góða helgiHappy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband