Heimsókn Benedikts páfa til Bandaríkjanna er án efa til þess fallin að vekja áhuga almennings fyrir friði ekki síst í hinu stríðshrjáða landi Írak þar sem bandaríski herinn hefur ekki náð þeim árangri í átt til lýðræðis sem skyldi. Enda takast á ólíkir menningarheimar og sundurleitir stríðs- og trúarleiðtogar sem allir telja sig hafa réttlætið að leiðarljósi.Engu að síður er hans heillagleiki páfinn sannur boðberi friðar og kærleika Krists til allra manna. Koma páfans til Bandaríkjanna eru skilaboð til þeirra (og alls heimsins)að fara með friði í stríðshrjáðum heimi.