Ábyrgðarlaus umræða - um ESB?

 Evrópuumræðan tók  á sig nýja vídd á sunnudagskveldið þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar/utanríkisráðherra lýsti því yfir bæði á Stöð2 og Ríkissjónvarpinu, að þingmenn yrðu að fara að taka afstöðu í Evrópusambandsumræðunni því nú væri kominn fram ótvíræður vilji við Evrópuaðild samkvæmt skoðanakönnun nýverið. 

Að mati undirritaðrar hefur umræðan verið áberandi meiri  í fjölmiðlum að taka verði upp Evru. Ganga inn í ESB sem allra fyrst til bjargar bönkunum og þeim sem hafa tekið eyðslulán/innlend lán/erlend lán, er fyrirsjáanlegt var að erfitt yrði að greiða  vegna eyðslu umfram greiðslugetu. Framangreind staða veldur síðan m.a. verðbólgu vegna þess að eytt er meira en aflað.

 

Ekki er hægt að segja að bankarnir hafi dregið úr hvata til að lána fyrr en í óefni var komið og þeir gátu ekki lánað meira. Seðlabankanum síðan kennt um stjórnleysið í peningamálum, sem þó er að reyna að varðveita stöðu gjaldmiðilsins eins og honum ber samkvæmt lögum – og þess fólks sem hefur með ráðdeild kosið sparnað frekar en óhóflega eyðslu.  Við þessar aðstæður er  teknar  skoðanakannanir sem eiga að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar. Sama virðist vera með Seðlabankann. Samkvæmt “skoðanakönnun” treystir fólk ekki Seðlabankanum. Davíð Oddson á að fara frá samkvæmt fimm hundruð manna úrtaki hjá Útvarpi Sögu.  Síðan kemur  formaður Samfylkingarinnar/utanríkisráðherra í kjölfarið og tekur undir “fjölmiðlafárið”  -og tyftar löggjafarsamkundu þjóðarinnar til hlýðni við málstaðinn að því er virðist. 

Samkvæmt framagreindu virðist vera þörf á fjölmiðlalögum til að reyna að fyrirbyggja einsleita umræðu þar sem sterkir álitsgjafar/eigendur fjölmiðla gæta  aðeins hagsmuna þröngra hagsmunahópa.   Lýðræði og ábyrg umræða sem varðar þjóðarhag í víðum skilningi virðist aukaatriði; ekki minnst á auðlindir þjóðarinnar til lands og sjávar. Eiga þær ef til vill að verða skiptimynt til að komast inn í ESB?

Vonandi verður umræðan um inngöngu ESB ábyrgari og raunhæfari í framtíðinni- ekki síst þeirra sem skipa núverandi ríkisstjórn.

    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband