23.4.2008 | 07:40
Næsti forseti Bandaríkjanna - þeldökkur?
Hillary Clinton sigraði Barack Obama og má nú telja að hún hafi aukið möguleika sína á útnefningu sem forsetaefni. Undirrituð vonast samt til að Barack Obama verði útnefndur forsetaefni í demókrata. Clinton er engu að síður mjög frambærileg og hefur áreiðanlega aukið sjálfsmynd kvenna með framgöngu sinni og er það vel. En þegar nánar er íhugað þá er Barack Obama ekki síðra forsetaefni.
Ferill bandarískra þeldökkra manna fyrir réttindabaráttu hefur verið langur; kostaði miklar fórnir er náðu hámarki þegar Martin Luther King leiðtogi þeirra var myrtur. Frá sjónarhorni mannrréttindabaráttu þeldökkra má segja að Obama sé verðugur fulltrúi þeirra er vilja réttindi til allra manna óháð litarhætti. Hann er betri kostur af tveimur afar góðum frambjóðendum demókrata.
![]() |
Clinton sigraði í Pennsylvaníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.4.2008 kl. 17:11 | Facebook