Mbl - óvönduð fréttamennska?

 Það er tilhlýðilegt að taka undir orð katólska prestsins, sr. Hjalta Þorkelssonar  í Mbl um undirskriftarlista sem eignaður er  katólsku kirkjunni gegn auglýsingu Símans um vísindamanninn Galíleó Galíei er ofsóttur var í sínum tíma. Ætlar ný ritstjórn Mbl að taka upp æsifréttamennsku í stað þess að vera vandað blað í fréttaflutningi? Sorglegt ef Mbl ætlar að kasta fyrir róðra að vera blað allra landsmanna með vandaða umfjöllum þar sem leitast er við að ata ekki auri beint eða óbeint kristileg  gildi er hafa  verið leiðandi í  okkar samfélagi bæði trúarlega og menningarlega í meira en þúsund ár. Þar á katólska kirkjan  hlut að máli og ef til vill stærri en haldið hefur verið á lofti.

Veraldlegt vald hefur alltaf reynt að ná tangarhaldi á kirkju Krists en aldrei tekist; alltaf stendur Kristur óhaggaður í kirkju sinni. Auglýsing Símans breytir þar engu um. Tekið skal fram að undirrituð er ekki talsmaður katólsku kirkjunnar en ann henni alls hins besta sem kirkju Krists um allan heim.

    

Eftirfarandi er tekið af heimasíðu katólsku kirkjunnar til fróðleiks og umhugsunar um það sem katólska kirkjan stendur fyrir hér á landi: 

“…Árið 1896 komu hingað Jósefssystur frá Danmörku. Þær stofnuðu barnaskóla og lítinn spítala í Reykjavík 1902. Skóla- og mannúðarstörf systranna eyddu andúð manna í garð kaþólsku kirkjunnar, einkum sakir þess að þær deildu fátæktinni með þeim sem þær hjálpuðu”.

 

Ætla má að þessi starfsemi katólsku kirkjunnar hafi vakið menn til umhugsunar um að hjálpa fátækum fjölskyldum sem nóg var af á þessum tíma hér á landi.

 

 

 

 “Þegar Ísland var orðið fullvalda 1918 (að hluta), stofnaði Páfastóll hér sjálfstæða trúboðskirkju. Yfirmaður hennar var séra Marteinn Meulenberg SMM. Árið 1929 var trúboðskirkjan gerð að postullegu umdæmi. Séra Meulenberg var þar stjórnandi. Hann var vígður biskup í nýju dómkirkjunni, sem hann hafði byggt í Landakoti í Reykjavík, í júlí 1929 af yfirmanni trúboðsdeildarinnar í Róm, "De Propaganda Fide", William kardínála van Rossum. Áður (1926) höfðu Jósefssystur einnig reist spítala og skóla í Hafnarfirði. Á öðrum og þriðja áratug 20. aldar hafði þeim fjölgað sem tekið höfðu kaþólska trú. Margir rithöfundar og listamenn urðu kaþólskir, svo sem Halldór Laxness, sem seinna hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Árið 1936 stofnuðu Fransiskussystur, sem komu frá Belgíu og Hollandi, spítala og skóla í Stykkishólmi. Árið 1939 stofnuðu íhugunarsystur af reglu Karmelíta klaustur í Hafnarfirði; byggingin var tilbúin 1946. (Síðar, 1984, tóku pólskar Karmelsystur að sér klaustrið).” “Þó að prósentutala kaþólskra sé ekki nema 1,8% eru áhrif þeirra þó miklu meiri eins og forseti Íslands viðurkenndi við hátíðahöld í tilefni af 1000 ára afmæli kristni á Íslandi í júní árið 2000. Í þeim hátíðahöldum tók einnig þátt sérstakur sendimaður páfa, Edward Idris Cassidy. Ríkisstjórn lýðveldisins og lúterska kirkjan buðu honum hingað. Hann heiðraði einnig kaþólsku dómkirkjuna í Reykjavík með tiltlinum "basilica minor", fyrsta og eina basilikan í löndum Norður-Evrópu.”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband