21.6.2008 | 06:54
Dauði hvítabjarnarins - umhverfisspjöll?
Umhverfisráðherra lýsti því yfir að framangreindar aðfarir í stöðunni hefðu verið óhjákvæmilegar. En átt að lýsa yfir jafnframt að reynsluleysi og skortur á upplýsingum hefðu valdið umræddu drápi á hvítabirninum. Þá hefði ráðherrann sýnt hugrekki og drengsskap. En í stað þess virðist ráðherrann meðvirkur í misheppnaðri aðför að birninum?
Óskiljanlegt að umhverfisráðherra hafi bannað myndavélar eftir að hættuástandi var aflýst ef rétt reynist. Var ráðherran hræddur um að birtust óþægilegar myndir? Skipa þyrfti sérstakan verkefnisstjóra sem er alltaf til staðar líkt og í náttúruhamförum við framagreindar aðstæður. Hann taki ákvörðun en ekki viðkomandi umhverfisráðherra umkringdur fólki sem ekki virðist hafa mikla hugmynd um hvernig á að bregðast við í umræddum aðstæðum. Ef breyta þarf lögum þá er það nauðsynlegt eins fljótt og við verður komið.
Dráp bjarnarins er að líkindum umhverfisspjöll í náttúrunni sem skrifast hjá umhverfisráðherra er ber ábyrgð á ákvarðanatökunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Facebook