“Gullkorn úr minningargreinum”

Jens Guð (jensgud.blog.is) hefur setningar úr minningargreinum í flimtingum í þeirri von að enginn kannist við skrif sín þar sem nöfnum hafi verið breytt. Setningarnar eru innan gæsalappa og eru greinilega teknar úr ákveðnum minningargreinum. Nokkuð langt gengið að  draga dár að syrgjandi fólki þótt það ráði ekki við “skáldlegt form,” sem er álit Jens Guðs.    

 

 Minningargreinar eru skrifaðar af syrgjandi fólki sem vill heiðara minningu ástvina sinna. Tilfinningalífið er afar viðkvæmt þegar menn kveðja ástvini sína  hinstu kveðju. Að skrifa um hinn látna verður oft um leið huggun fyrir alla  aðstandendur sem er óendanlega mikilvægt. Undirrituð kannast ekki við neinar af framagreindum “háðsglósum” Jens Guðs. En ef einhver kannast við þær geta þeir valdið miklum sárindum. Veit ekki hvort það  varðar við lög að taka  upp úr skrifum annarra í skjóli nafnleyndar höfunda  og  hafi í flimtingum;  alla vega má telja það siðlaust athæfi.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband