24.6.2008 | 11:02
Tvílemba verður hvítabjörn?
Eftir að hafa skoða myndina í Fréttablaðinu í dag af hvítabirninum er átti að vera nálægt Bjarnarvötnum gæti það verið tvílemba á beit með lömbin við hlið sér þannig að þau renni saman í "hvítabjörn" álengdar séð. Ekki samt vísindalega skoðað en miðað við þá leit sem hefur farið fram þá getur tæplega verið um bangsa að ræða í þetta sinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook