Kennari misnotar vald sitt

WounderingBörn geta reiðst hvert við annað en eru oftast skjót til sátta. Kennarinn hefði átt átt að reyna sátt milli barnanna. Að neyða drenginn til að bjóða einhverjum bekkjarfélaga er ekki ásættanleg  niðurstaða og réttur drengsins brotinn til að ráða hverjir koma inn á heimili hans. Ef drengurinn vildi ekki bjóða framangreindum félögum sínum er réttur hans tvímælalaus að mati undirritaðrar. 

Framangreint vandamál er til staðar hér á landi en kennarar  ekki gengið svona langt svo vitað sé.  Ef halda á "bekkjarpartý" þá hljóta þau að vera innan skólans í bekknum hjá börnunum þar sem kennarinn er "veislustjórinn" og allir  sem einn með. Ef til vill ættu kennarar að brjóta upp kennslu þegar einhver á afmæli í bekknum, að sjálfsögðu barnið sem heiðursgestur. Gæti sjáfkrafa orðið kennsla í samskiptum og lífsleikni; börnin orðið meðvitaðri um virðingu og vináttu hvers til annars. Gera börnunum grein fyrir þegar allir eru með þá er "bekkjarpartý"hvort sem er í skólanum eða heima. Kennarar eru komnir út fyrir verkssvið sitt ef þeir ætla að stjórna afmæli nemenda sinna inni á heimilum þeirra.


mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband