1.7.2008 | 14:45
Kárahnjúkar – ferðaþjónusta
Fréttablaðið greinir frá því í dag að erlendir ferðamenn vilja skoða Kárahnjúkavirkjun hið stórkostlega verkfræðilega þrekvirki. Þá hefur álverið við Reyðarfjörð dregið að ferðamenn bæði innlenda og erlenda Auk þess er greið leið inn á hálendið með tilkomu Kárahnjúka fyrir þá sem vilja. Siðast en ekki síst hafa umræddar framkvæmdir nú þegar skapað verðmæti til útflutnings fyrir utan fjölda starfa eystra sem hafa skapast þar beint og óbeint.
Samkvæmt umræddri frétt fer stóriðja og ferðaþjónusta vel saman. Ekkert til fyrirstöðu að ólíkar atvinnugreinar geti geti dafnað hlið við hlið og skapað sterka byggðakjarna eins og á Austurlandi. Vonandi verða sömu framför á Norðausturlandi/Húsavík ef háhitaframkvæmdir þar ná fram að ganga. Virkjanir og náttúrvernd/umhverfisvernd eru þættir sem hægt er að vinna samtímis; að friða ákveðin svæði á hálendinu með festu og skynsamlegri umræðu jafnframt virkjunarframkvæmdum. Ekki með einsleitum áróðri þar sem höfðað er til tilfinninga fólks; en engin sanngjörn rökleg umræða má helst ekki fara fram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Facebook