Borgarfulltrúar - hlupu loksins af sér hornin

Woundering Þá hafa pólitísk átök leitt af sér nýjan meirihluta í Reykjavík og litið dagsins ljós. Ástæða er til að ætla að nú geti orðið samkomulaga um deilur í Orkuveitunni og að Bitruvirkjun verði afturkölluð. Það er óverjandi að deilur um náttúruvernd sé  eingöngu á tilfinningalegum nótum án þess að horfast í augu við þá staðreynd að efnahagsmálin þarf að leysa með öflugri atvinnuuppbyggingu.

 

Hins vegar samkvæmt fréttum viðist hafa verið átök í langan tíma hjá borgafulltrúum Sjálfstæðisflokksins um hver ætti að taka forystu eftir að Vilhjálmur H Vilhjálmsson steig til hliðar er var afgerandi leiðtogi og almennt vinsæll þangað til orrahríð um málefni orkuveitunnar dundu yfir.Vonandi hafa umræddir borgarfulltrúar hlaupið af sér hornin eftir þá reynslu. Þeir virðast hafa gert sér grein fyrir að efnahagsmálin og öll önnur málefni borgarinnar sitja í fyrirrúmi.

 

Undirrituð óskar Framsókn til hamingju með samstarfið. Vonandi tekst Óskari Bergssyni að halda vel á málefnum borgarinnar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
 


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband