15.8.2008 | 15:02
Klækjastjórnmál?
Hvers vegna gengur Marsibil ekki í Samfylkinguna eða Vinstri græna fyrst hún segist vera bundin Tjarnarkvartettinum vissum böndum? Eru það ekki klækjastjórnmál að vera í Framsókn en samt bundin fyrrnefndum kvartett? Að leika tveimur skjöldum með slíkum hætti skapar hvorki traust né árangur í stjórnmálum. Marsibil virðist ætla að halda tveimur kostum inni til að tryggja sig í pólitíkinni annars vega með óbeinum stuðningi við Tjarnarkvartettinn hins vegar að sitja í núverandi meirihluta Framsóknar án þess að styðja hann.
Marsibil hefur fallið á eigin bragði og hlýtur að verða áhrifalaus í stjórnmálum Framsóknar til frambúðar?
Marsibil styður ekki nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook