Nýr borgarstjórnarmeirihluti - ný sóknarfæri til framfara

Það sem varð fyrrverandi borgarstjóra Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni að falli virðist vera að lykilmenn Orkuveitunnar hafi leynt og ljóst tekið ákvarðanir án þess að stjórn hennar hafi verið upplýst nægilega vel um framtíðaráætlanir og á það við bæði um meirihluta og minnihluta stjórnarmanna. Grunur lék á að verið væri að taka áhættu með almannafé sem bæði meirihluti og minnihluti gat ekki sætt sig við. Nú virðist vera kominn ásættanleg niðurstaða um að fjárfestingasjóður verði stofnaður og frekara áhættufjármagn komi frá þeim sem vilja leggja fjármuna sína fram. Þá verða ekki neinir kaupréttarsamningar gerði sem hafa veið mjög umdeildir.

 

Er ekki framangreind niðurstaða dæmigerð  þar sem starfsmenn fyrirtækja í almannaeigu starfa án þess að gera eigendum sínum nægilega grein fyrir hvað er raunverulega að gerast og hvort verið sé að setja viðkomandi  fyrirtækið í fjárútlát sem ekki standast lög um fyrirtæki í almannaeigu?

 

Tjarnarkvartettinn sá sér leik á borði og nýtti sér stöðuna fengu Björn Ingi Hrafnson framsóknarmann til liðs við sig; og náðu þar með að sprengja þáverandi meirihluta án þess að nokkur niðurstaða næðist í málum Orkuveitunnar.

 

Pólitísku mistökin verða ekki afturtekin. Erfitt verður fyrir Hönnu Birnu að vinna aftur þær vinsældir og traust sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hafði. Samt má segja að rétt stefna hafi verið tekin með núverandi meirihluta um áframhaldandi verkefni Orkuveitunnar. Ekki var skynsamlegt að slá Bitruvirkjun út af borðinu í nafni náttúruverndar sem ekki hefur við nein rök að styðjast.

 

Til þess að núverandi  meirihluti nái aftur trausti almennings verður hann að hafa allar sínar gerðir uppi á borðinu með réttum  upplýsingum frá starfsmönnum Orkuveitunnar. Láta ekki Tjarnakvartettinn með klækjum og í nafni náttaúrverndar draga úr eðlilegum framkvæmdum til áframhaldandi framfara og betri lífskjara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband