Áróður - í fréttum RÚV?

Ríkissjónvarpið tjáði landsmönnum í kvöldfréttum eftir  varaformanni  Orkuveitu Reykjavíkur að ekki yrði þörf fyrir Birtuvirkjun vegna þess að virkjanir á svæðinu væru sennilega fullnýttar; enda ekki þörf fyrir orku til að selja á útsöluverði til stóriðju.

 

Hvers konar máflutning  ber ríkissjónvarpið á borð fyrir landsmenn. Er svona frétt frambærileg án þess að formaður eða framkvæmdastjóri Orkuveitunnar tjái sig jafnframt um skoðun varaformannsins sem situr í stjórn fyrir Frjálslyndra enn sem komið er þótt hún sitji ekki í  borgarstjórnarmeirihluta lengur. Hér er um óbeinan áróður ríkissjónvarpsins gegn Bitruvirkjun að ræða til þess eins að slá ryki í augu landsmanna án þess að nokkur frambærileg rök fylgi fréttinni- eða um óbeinan áróður gegn núverandi meirihluta borgarstjórnar?FootinMouth

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband