"Gróa á Leiti komin í loftið?"

"Gróa á Leiti" lifir góðu lífi en þegar hún er komin í loftið eins hjá Útvarpi Sögu, má segja að hún sé  þá farin að skjóta yfir markið. Þar kom fram í morgun í símaþætti Arnþrúðar Karlsdóttir að Jóhanni Benediktssyni sýslumanni hefði verið sagt upp vegna þess hann neitaði að handjárna Jón Ásgeir Jóhannesson Baugseiganda. Ekki frambærilegt af útvarpsstöð að  láta slíkt slúður viðgangast. Undirrituð er ekki sérstakur vinur  Ríkislögreglustjóra (- eða Baugs) en það er alvarleg ásökun að bera slíkt fram án þess að fótur sé fyrir fréttinni svo ekki sé meira sagt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband