Barnung móðir hetja dagsin - frétt vikunnar

Frétt vikunnar er án efa  sjónvarpsviðtal (Stod2) við unga móður er varð ófrísk sextán ára.  Af  hreinskilin lýsti unglingurinn hvernig hún gekk í gegnum ótímabæra þungun er henni fannst fjarri veruleika þeirrar framtíðar sem hún hafði hugsaða sér rétt komin upp úr tíunda bekk grunnskóla. Barnunga  móðirin sýndi  ábyrgðartilfinningu og hugrekki að taka þá ákvörðun að eignast barnið þrátt  fyrir ungan aldur.

Þarna sáum við ungu móður er  hafði tekist að ganga í gegnum þroska  til að sjá um barnið sitt sjálf - með hjálp ömmu og afa. Móðirin fær  ekki einu sinni full mæðralaun vegna þess að kerfið gerir ekki ráð fyrir að börn eigi börn. Undarlegt að kerfið geti ekki  metið aðstæður og greitt ungu móðurinn mannsæmandi mæðralaun til að auðvelda henni aðstæður sínar fyrstu mánuðina.

 

Áður fyrr voru úrræðin  fyrir stúlkur í sporum þessarar barnungu móður, að þær voru einangraðar og börnin tekin af þeim í fóstur er var mjög sársaukafullt; að líkindum valdið   unglingum tilfinningalegum sársauka er sett hefur varanlegt ör á sálarlíf þeirra. Þá voru   peningar  til að hálfu hins opinbera.

Ekki nægileg félagsleg framþróun  virðist hafa  orðið í framagreindum málum að koma til móts við aðstæður móður á barnsaldri - eða fjölskyldur þeirra.

 

Kirkjan ætti  að ganga hér fram fyrir skjöldu reyna að virkja félagsleg yfirvöld til kristilegra/mannúðlegrar aðgerða, að koma til móts við unglinga á barnsaldri er þurfa að sjá fyrir barni – og fjölskyldur þeirra.

 

Er ekki til stofnun Kirkjunnar er kallast Fjölskylduþjónusta?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband