30.9.2008 | 21:26
Bankarnir eru hluti af frjámálakerfi/fjármálabraski um allan heim?
Nú dynur yfir fjölmiðlaumræðan um vandræði Glitnis en fáum ber saman: "Harkalegar aðgerðir", "Bankarán Íslandssögunnar","persónuleg óvild Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugi og Davíðs Oddssonar seðlabankastóra", Þorsteinn Már Balsvinssorn formaður Glitnis "hálfgrátandi og svefnlaus", allt að því neyddur til að skrifa undir samning við Seðlabankann. Erfitt fyrir venjulegt fólk að skilja hvað gerðist og hvað verður næst.
Það sem raunverulega átti sér stað þegar reynt er að lesa úr fréttum fjölmiðla: Glitnir var á barmi gjaldþrots vegna þess að geta ekki staðið í skilum á gjalddögum og leitaði til Seðlabankans til að fá 6% (83 milljarða) af þjóðartekjum í lán en niðurstaðan varð að ríkið keypti 75%hlut í bankanum.
Stoðir í eigu Baugs? fóru í greiðslustöðvun, fá frest til að selja eigur til að forða gjaldþroti. Það sem verra er að Stoðir eiga a.m.k. 30% í Glitni en Landsbankinn er svo stærsti lánardrottin Stoða. Kallast víst á fagmáli "hlutbréfavafningar/fléttur" sem á mannamáli skilst sem hlutbréf ýmissa fyrirtækja fléttuð saman á marga vegu út og suður um allan heim eftir atvikum, því við erum líka hluti af fjármálabraski rétt eins og eðlilegum fjármálaviðskiptum í heiminum
Undirrituð dregur þá niðurstöðu af framgreindum fréttum og umræðum að ekki eru öll kurl komin til grafar ennþá. Ef Landsbankinn verður að afskrifa lánin hjá Stoðum hvað þá? Hvað verður um eignir Stoða í Glitni? Er Landsbankinn næsti höfuðverkur Seðlabankans og þess vegna þótti ekki ráðlegt að lána Glitni 83 milljarða úr ríkiskassanum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Facebook