8.10.2008 | 12:41
"Hnattvætt spilavíti"?
Internetnið hefur valdið hröðum samskiptum um allan heim við erum öll nágrannar/glóbal en því fylgja bæði kostir og gallar. Ef til vill eiga þessi hröðu samskipti einhverja sök, að lítil þjóð vel tölvuvædd, er orðin "skrímslið" í hnattrænum fjármálaheimi; togar með sér banka í fallinu um alla Evrópu og víðar. Umrædd hröð tækniþróun líklega valdið stærstu bankagjaldþrotum allra tíma er líkja má við eitt allsherjar hnattvætt "spilavíti" þar sem reglumeistarar fást við að finna leiðir til að sniðganga lög og reglur?
Breskur blaðamaðurinn sagði um helgina, "Veislan er búin á Íslandi, eyjunni sem reyndi að kaupa heiminn." Stærstu fjölmiðlar Bretlands stóðu á öndinni en hefðu getað litið sér nær í eigin ranni - og víðar í heiminum. Nú getur blaðamaðurinn beint sjónum sínum að vanræðum breskra banka er ekki eru minni en þeirra íslensku.
Lán í óláni, að auðveldara virðist vera fyrir stjórnvöld hér að ná utan um fjármálavandann sökum smæðar þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Facebook