8.10.2008 | 21:11
Aðför að seðlabankanum
Rauði þráðurinn í Kastljósi kvöldsins (RÚV) var að koma seðlabankastjórninni frá að hálfu Samfylkingarmanna, augljóslega ætlað til þess að skjóta Samfylkingunni undan merkjum í hamförunum í fjármálakerfinu? Undantekning var Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans er útskýrði vandmálin á mannamáli eins og Davíð Oddson seðlabankastjóri gerði í gær.
Annað óveður í nánd eða óskastaða Samylgingarmanna að hverfa úr ríkisstjórnarsamstarfinu ,þannig skyldi undirrituð máflutningi fyrrnefndra manna? Auðvitað er þeim það frjálst en þá er bara að ganga út; en skæting út í seðlabankann mun almenningur tæplega telja nógu trúverðugt til að leggja flótta. Var þessi "rauði þráður" til að gæta hagsmuna þjóðarinnar eða þeirra sem hafa farið ógætilega með fjármuni bankanna?
En samt sem áður verða málin leyst með þeirri stefnu er forsætisráðherra, þingið og seðlabankinn hafa markað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook