Varaformaður Samfylkingarinnar segi af sér - annars stjórnarslit

Skynsamlegt  fyrir  Samfylkinguna að taka upp ábyrga stefnu og skipa nýjan stjórnarmann í seðlabankann; axla ábyrgð á erfiðu ástandi í þjóðfélaginu. Ekki viðundandi að flokkurinn sem er í samstarfi í ríkisstjórn skjóti sér undan erfiðum málum með framangreindum hætti. Það veikir ríkisstjórnina sem þarf samstöðu og styrk innan frá til að vera trúverðug gagnvart þjóðinni. 

Virðist vera upplausn og stjórnleysi innan flokksins  bæði vegna yfirstandandi erfiðleika í fjármálum þjóðarinnar og  vegna veikinda og fjarveru formannsins. Tveir kostir eru í stöðunni að skipa nýjan stjórnarmann í seðlabankann eða Samfylkingin lýsi vantrausti  á varaformanninn Ágúst Ólaf Ágústsson  og Össur Skarphéðinsson staðgengill Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur taki við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband