Bæn Dietrich Bonhoeffers um styrk í þrengingum

Halo Dietrich Bonhoffer þýskur guðfræðingur var tekinn af lífi í síðari heimsstyrjöld af nasistum. Hann skrifaði dagbók í fangabúðunum sem urðu vakning fyrir lifandi guðfræði þar sem Guð var ekki hátt upp hafin heldur mitt á meðal okkar í sorg og í gleði. Okkar fjármálakreppa er léttvæg miðað við þjáningar Bonhoffers í fangabúðum nasista:

Drottinn, Guð, mikil raun hefur komið yfir mig, áhyggjur eru að yfirbuga mig, ég veit ekki, hvert ég á að snúa mér. Guð, ver mér náðugur og hjálpa mér. Gef mér styrk til að standast þá erfiðleika, sem þú leiðir mig í, og lát ekki óttann ná tökum á mér. Annast þá, sem mér eru kærir, eins og faðir annst börn sín. Miskunnsami faðir, fyrirgef mér allar mínar syndir gegn þér og gegn mönnunum. Ég treysti á náð þína og fel líf mitt í hendur þér. Gjör við mig, hvað sem þú vilt og það, sem er gott fyrir mig. Hvort sem ég lifi eða dey, þá er ég hjá þér og þú hjá mér, Guð minn. Drottinn, ég vænti komu ríkis þíns og frelsunar þinnar.

 

Amen. Góða helgiHalo

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband