12.10.2008 | 15:41
"Baugsleiksviðið - gamblað með ævisparnað fólks"?
Yfirtaka GLITNIS kom öllu þessu af stað síðan er alheimskreppa við vorum ekki gjaldþrota sagði Jón Ásgeir Jóhannesson eigandi Baugs í Silfri Egils í dag; en hvað með veðin sem Baugur kom með til að fá lán hjá ríkinu þegar ekki var hægt að standa í skilum?: Bílalán, viðskiptavild (óefnisleg verðmæti) eignir sem ekki var hægt að veðsetja o.fl. Hvers vegna má almenningur ekki vita hvað var í veðpokanum sem seðlabankanum var boðið
Hver trúir því að Jón Ásgeir sé kominn hingað til að bjarga atvinnu fólks? Einhver Green miljónamæringur kominn í spilið enn ein "svikamillan" á leiksviði Baugs Groub. Tek undir með Agli í Silfrinu að betra væri að láta Breta hafa GLITNI og eignir Baugs upp í skuldir handa sparifjáreigendum í Bretlandi.
.Allt fjármagn úr bankanum sogað til að kaupa og gambla með fyrirtæki. Hvað með peningasjóð Glitnis?, fólki talið trú um að þar væri best að ávaxta sparnaðinn þar. Fólk tók út peningana sína af öruggum innlánsreikningum. Síðan "keypti" Baugur hlutbréf í peningasjóðnum með pappírspeningum til að fjármagna útrásina. Dæmi: Jón Jónsson og frú eiga fimm milljónir á innlánsreikningi (ævisparnað) Glitnis, leggja þær inn í peningasjóðinn. Á móti eru sett pappírshlutabréf og flutt út í útrásina miklu Baugsfyrirtækin geta ekki staðið í skilum missa bankann sinn, það sem verra er að Jón Jónsson og frú misst ævisparnaðinn sinn.
Framangreind hugleiðing er upplifun mín úr fréttum af fjárhagserfiðleikum og gjaldþroti á Litla leiksviði Baugs og "stóra leiksviði heimsins".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook