Morgunblaðið - nýtt eignarhald

Tveir fyrrverandi eigendur gjaldþrota banka hafa nú keypt Morgunblaðið og hlýtur að vekja spurningar um trúverðugleika starfandi blaðamanna. Geta blaðamenn starfað óháðir gagnvart eigendum sínum? Eins og kunnugt er var samþykkt af fyrrverandi stjórnarmeirihluta frumvarp frá
Alþingi um fjölmiðlalög. Sterkur áróður stjórnarandstöðu/Samfylkingar og neitum undirskriftar forsetans gerði út um áðurnefnd lög. Allt í nafni frelsir og frjálshyggju.
 
Viðunandi lagarammi um eignarhald á fjölmiðlum er tæplega til staðar; gerir trúverðugleikann vafasaman. Undirrituð hefur ekki forsendur til að álíta ramman í kringum umrætt eignarhald ólöglegan en orkar tvímælis hvort það er siðferðilega rétt.
 
Eftir stendur blogg Morgunblaðsins, "dómstóll götunnar", getur tjáð skoðanir um menn og málefni á eigin ábyrgð. Hætt er við gagnrýnin blogg rati síður til birtingar á Mbl. Frekar  "froðublogg" er ekki  hafa  teljandi áhrif á lesendur blaðsins þegar fram í sækir. Huggun harmi gegn samkvæmt sögunni hefur ritfrelsi og málfrelsi ætíð fundið nýjan farveg; oftar en ekki kostað blóð og tár -  og á sér  enn stað hjá einræðisríkjum nútímans.Errm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband