Sólveig Árnadóttir: Bæn íslenskrar móður

Bæn til barnanna: Algóði himneski Faðir. Ég vona að þú heyrir mínar bænir í Jesú blessaða nafni. Amen. Ég bið þig að halda þinni heilögu hönd yfir öllum barnahópnum mínum sem þú gafst mér. Lífs og liðnum, tengdabörnum og barnabörnum. En fremur bið ég þig að leiða þau á lífsins braut, blessa öll þeirra störf og hjónabönd þeirra. En fremur bið ég þig minn hjartkæri Frelsari að vera í stafni á farartækjum þeim sem drengirnir mínir og tengdasynir stýra, bæði á sjó og landi. Láttu þín fögru ljósgeisla ljóma yfir heimilum þeirra. En fremur bið ég þig þegar þú burtkallar þau héðan að vera þeim nálægur, taka í hönd þeirra og leiða þau inn í Dýrðar ríki þitt. Ó Drottinn heyr bæn mína og Drottinn veit þú áheyrn veikum bænum mínum og vísa þeim að náðarfaðmi þínum. Almáttugur Guð hann styrki yður og varðveiti að eilífu.

Ykkar móðir.Happy

Nú renni ég augunum upp til þín,
og andvarpa í hljóði.
Ég bið þig fyrir börnin mín,
blessaður Jesús góði.

                            Sólveig Árnadóttir 1957

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband