"Enginn má undan líta"

Samfylkingin reynir allt hvað  hún getur að þvo hendur sínar í erfiðu efnahagsástandi þjóðarinnar. Fulltrúi þeirra í seðlabankastjórn sagði af sér í  glampandi sviðsljósi fjölmiðla. Skilaboðin voru; “við bárum enga ábyrgð allt hinum að kenna”. Síðna koma skilaboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns flokksins um að seðlabakastjórnin skuli víkja og innganga í ESB sem fyrst. Undirrituð varð fyrir mestum vonbrigðum með Jóhönnu Sigurðardóttur í drottningarviðtalinu” á Rúv, Lýsti hún yfir að  best væri að stjórn seðlabankans viki – sérstaklega Davíð Oddssoni. Engin svör við vandanum annað en það sem hún sagðist hafa gert og ætlaði að gera –rétt eins og hún væri ein í heiminum en ekki í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

 

Áríðandi vandamálum í efnahagsstjórnun er Sjálfstæðisflokknaum ætlað að leysa en eftir stendur Samfylkingin í “nýju fötum keisarans” eins og ekkert sé. Ástæða fyrir Geir Haarde að vera vel á verði enginn má undan líta;  Samfylkingin getur ekki litið undan á ábyrgðarstundu og látið samstarfsflokkinn um erfiðleikana.

 

Nánast útilokað er að núverandi stjórn sitji út kjörtímabilið ef heldur áfram sem horfir vegna þess að Samfylkingin virðist  ætlar að skjóta sér undan merkjum og koma “syndlaus” til næstu  kosninga.

 

Eins og undirrituð hefur áður nefnt þá yrði stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna farsælust við erfiðar aðstæður í endurreisn rétt eins og Nýsköpunarstjórnin um miðjan áratug síðustu aldar er kom togaraútgerð og atvinnusköpun á stað fyrir alvöru hér á landi.Woundering

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband