15.10.2008 | 10:18
"Enginn má undan líta"
Áríðandi vandamálum í efnahagsstjórnun er Sjálfstæðisflokknaum ætlað að leysa en eftir stendur Samfylkingin í nýju fötum keisarans eins og ekkert sé. Ástæða fyrir Geir Haarde að vera vel á verði enginn má undan líta; Samfylkingin getur ekki litið undan á ábyrgðarstundu og látið samstarfsflokkinn um erfiðleikana.
Nánast útilokað er að núverandi stjórn sitji út kjörtímabilið ef heldur áfram sem horfir vegna þess að Samfylkingin virðist ætlar að skjóta sér undan merkjum og koma syndlaus til næstu kosninga.
Eins og undirrituð hefur áður nefnt þá yrði stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna farsælust við erfiðar aðstæður í endurreisn rétt eins og Nýsköpunarstjórnin um miðjan áratug síðustu aldar er kom togaraútgerð og atvinnusköpun á stað fyrir alvöru hér á landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook