19.10.2008 | 02:40
Fyrsta galdrabrennan
Þá er fyrsta "galdrabrennan" hafin þar sem Davíð seðlabankastjóri er píslarvotturinn. Einhvers konar sefjun viðkomandi hóps; vilja ekki horfast í augu við ástandið hvorki persónulega eða með þjóðarhag í huga. Seðlabankastjórnin gerði það sem var óhjákvæmilegt, að yfirtaka Glitni og Landsbankans - og Kaupþings.
Hörmulegt hrun fjármála þjóðarinnar; betra væri að að nota kraftinn líta í eigin barm og spara, lifa ekki um efni fram sem er ein ástæðan, að Ísland er nærri gjaldþrota.
Mótmæla Davíð Oddssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook