24.10.2008 | 04:23
Upplýsingar Davíðs fróðlegar - hver voru afskipti fjármálaeftirlitsins?
Yfirlýsing Davíðs seðlabankastjóra að hann hafi margítrekað varað stjórnendur bankanna við en ekki tekið mark á honum, vekur upp spurningar. Hvers vegna gerði Fjármálaeftirlitið íslenska ekkert í stöðunni, voru seðlabankastjóri og fjármálaeftirlitið með veika stöðu vegna laga EES/ESB um frjálst flæði fjármagns milli landa; að ríkið hafi samt sem áður verið ábyrgt í stöðunni án þess að hafa ákvörðunarrétt?
Hvers vegna vildu Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Englands ekki styrkja gjaldeyrisvarasjóð Íslands; var það vegna þess að þeir töldu stöðu okkar ekki eins slæma og Davíð hélt fram eða töldu þeir stöðu Íslands vonlausa vegna stærðar bankanna miðað við efnahagskerfið íslenska - viljað gjaldþrot íslensku bankanna?
Nú hefur komið fram að lög um frjálst flæði frjámagns milli landa er ábótavant og gert "fjármálagörkum" erlendis og hérlendis fært að braska með innstæður almennings án viðunandi tryggingar fjárins. Sama viðrist vera með ESB-löndin fjármagn flæddi milli landa án tryggingar í viðundandi veðum. Nú eru ESB-löndin óðsammála um hvernig málum verði háttað í framtíðinni; heldur ekki samstaða um að hjálpa hvert öðru í fjármálkreppunni. Eru lög um samhjálp eða félagslega aðstoð milli landa marklaus pappír innan Evrópusambandsins?
Vægt til orða tekið er ekki vænleg staða fyrir smáríki eins og Ísland að gang í ESB heldur að reyna öll önnur ráð til að tengjast gjaldmiðli ef þess er þörf?
Undirmálskreppan í Bandaríkjunum lagar ekki stöðuna þar sem lög Clintons fyrrv. forseta kváðu á um að allir ættu að fá lán hvort sem þeir hefðu greiðslugetu eða ekki er varð undirrót fjármálakreppunnar um allan heim? Auk þess er ekki séð fyrir endann á heimskreppunni og staðan mjög óljós ennþá?
Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:25 | Facebook