Ný stjórnarmyndun og síðan kosningar?

Það er siferðilega rangt  af virtum stjórnmála -og  fræðimönnum að boða inngöngu í ESB og upptöku Evru sem eingöngu lausn vandamála  á erfiðum tímum  er áhjákvæmilega eru framundan. Eftir yfirlýsingu Samfylkingar um að hún beri ekki ábyrgð á gerðum  Seðlabankastjóra getur ekki verið mjög langt í stjórnaslit. Frá sjónarhóli undirritaðrar  eru það áhrifamenn Samfylkingar er jafnframt eru fyrrverandi (núverandi?) stuðningsmenn fjármálagarkanna er sitja í baksætinu og vilja taka völdin í Seðlabankanum ef þess er nokkur kostur?  Forsætisráðherra hlýtur að leita lags og semja við Vinstri græna til að taka með ábyrgð á ákvörðunum varðandi efnahagsmál er hljóta að fara fram áður en raunhæft verður  að efna til kosninga.

Vinir okkar eru ekki lengur Bretar og Bandaríkjamenn nema þegar hagstætt er að líta til landfræðilegrar stöðu og auðlinda landsins. Áhugi ESB á  er af sama toga að komast yfir auðlindirnar  fá afraksturinn með sjálfdæmi eftir inngöngu í ESB; sjálfstæði lítillar þjóðar  byggjast á frjálsum viðskiptum sem víðast en ekki innan stórra efnahagbandalaga er snúast um að halda  eigin framleiðslu í háu verði.

 

Þá fara hagsmunir okkar betur saman með Norðurlandaþjóðum, Kanada og Rússlandi. Auðlindir norðursins á þessum slóðum eru sameiginlegir hagsmunir er skynsamlegt veður að framfylgja  ;hvað varðar  “félagsvelferðarkerfi” og styrkjum í allt mögulegt og ómögulegt  hjá  ESB hafa   ekki orðið raunveruleiki í núverandi kreppu, smærri þjóðir eiga lítið bakland hjá ESB þegar á reynir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband