ESB - brotalöm framtíðar

Rétt ákvörðun að vera viðbúin breyttum aðstæðum þótt breyttar aðstæður séu afstæðar hvort sem litið er innan -eða utanlands. Nú hafa allar þjóðir ESB snúist gegn okkur í Icsave-málinu ekki vegna þess heldur vegna eigin galla á reglum sambandsins hvað varðar ábyrgð til sparifjáreigenda. Hins vegar stendur eftir aðför Browns forsætisráðherra Breta að KBbanka með terroristalögum er vonandi fær lögfræðilega meðferð til að rétta hlut okkar bæði siðferðilega og lögfræðilega.

Þá eru helstu ríki heims á fundi í Bandaríkunum  að reyna að koma á betri samskiptareglum í viðskiptum er hafa beðið skipbrot um allan heim. Ekki síst hjá ESB þar sem frjálst flæði fjármagns (og vinnuafls)  hefur fremur valdið óstjórn fjármála en velmegun almennings. Nú um stundir er það eina sem ESB-löndin  eru sammála um, að standa á móti örþjóð norður í Atlandshafi, en að öðru  leyti er ekki ljóst hvort ESB mun lifa af heimskreppuna hvað þá að fleiri þjóðir bætist við í náinni framtíð.

Nú eru Kínverjar með langstærst gjaldeyrissjóð heims er mun hafa áhrif á framvinduna;  breyta heimsmyndinni í viðskiptum ef til vill í náinni  framtíðinni?


mbl.is Óttumst ekki kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband