Ríkisbankarnir - ekki traust í samfélaginu.

Athyglisverðar umræður (Kastljós) með sparifjáreigendum svokallaðra peningabréfa þar sem þeir töpuðu 30% af innstæðum sínum. Þá voru upptökur og lífverðir til staðar er hafa án efa gert samskiptin enn verri. Ekki fer á milli mála að peningabréfin voru talin af bankafulltrúum algjörlega örugg  sparnaðarleið talin sú vænlegasta - með "kurteislegum og sannfærandi framkomu á yfirborðinu"; en tæplega trúverðugum eftir á að hyggja?

Við hjón stóðum frammi fyrir sömu reynslu fyrir ári u.þ.b. ári síðan það var viðskiptabanki fyrirtækis okkar og sparnaðar um margra ára skeið - alltaf staðið í skilum. En við höfðum bæði þá reynslu úr lífinu að ekkert fæst ókeypis og riftuðnum öllum hlutabréfaeignum þegar við sáum engan afrakstur þau lækkuðu sífellt - "arðurinn kemur seinna" var okkur sagt. Notuðum eftir það eingöngu sparisjóðsbókina vorum ekki talin með öllum mjalla af sérfræðingum bankans -  en rétt ákvörðun eins og nú hefur komið í ljós.

Ekki hefur myndast traust aftur gagnvart bankanum þótt hann sé orðinn ríkisbanki hægt að taka undir með viðmælendum Kastljóss að ekkert annað er hægt að fara eins og er.

Stjórnvöld verða að gera þá kröfu til ríkisbankanna að ávöxtun og sparnaðarleiðir liggi fyrir á ábyrgum pappírum svo fólk viti fyrir víst hvaða áhættu það tekur eða vill taka.

 Skiptir það engu máli fyrir núverandi banka að ná trúverðugleika almennings á ný?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband