27.11.2008 | 14:16
Bankar "ræna" eldri borgara - og fjölskyldur
Frétt Mbl í dag um tap eldri borgara er hörmuleg þar eiga í hlut þeir er hafa viljað tryggja sér betri stöðu á eftirlaunum, fólk sem hefur heldur kosið að leggja til hliðar fjármuni sína sér og sínum til öryggis,við bætist fyrirsjáanleg skerðing eftirlauna. Fyrir almenna borgara er sparnaður að láta á móti sér t.d. ferðalög og nýta vel það sem þarf til heimilis, lifa af sparsemi og nægjusemi.
Lesa má milli línanna í fréttinni: Tapið er áfall fyrir stórfjölskylduna sem bankarnir hafa valdið með óábyrgum útlánum af sparifé landsmanna ef reiknað er með að fólk hefði viljað hjálpa börnum sínum eða barnabörnum sem nú standa illa. Samkvæmt 11%eru það rúml. tíu þúsund manns er hafa verið svipt eignum sínum með einu pennastriki, við bætast fjölskyldur þeirra er gætu verið samanlagt um þrjátíu þúsund manns.
Varsla bankanna á sparifé er óafsakanleg að ganga svo á sparifé landsmanna að aldrei getur jafnað sig; svipta fólk ævisparnaði með óarðærri ávöxtum þar sem því var talið trú um að peningssjóðir væru örugg fjárfesting. Við bætist sárindi þessa fólks að geta ekki hjálpað sínum í fjármálerfiðleikum þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.11.2008 kl. 12:44 | Facebook