Nýi Landsbankinn sýni ábyrgari þjónustu!

Það er réttlætismál að fólk er tapaði fjármunum sínum vegna óábyrgrar hvatningar starfsmanna bankans, samkvæmt stefnu bankans í sparnaði, fái leiðréttingu vegna tapaðra fjármuna. Fyrri hluta árs 2007 hafði bankinn frammi bækling með þrep i sparnaði eftir því hvað fólk vildi taka mikla áhættu í hlutabréfum eða hvort sparnaðurinn væri ætlaður  til að standa undir ákveðnum lífeyri mánaðarlega. Undirrituð man ekki eftir  bæklingum um peningabréf eða hvaða áhætta væri í þeim; -  ekki var mælt með umræddum bæklingi  samkæmt reynslu undirritaðrar hjá Eignastýringu.

Hinsvegar voru undirritaðri boðin peningabréf þegar hún vildi ekki taka frekari áhætti í hlutbréfum meira en orðið var(2007)? Þá var sagt að umrædd bréf hefðu enga áhættu í för með sér. Undirrituð hafði þá misst allt traust á þeim sparnaði er Eignastýring Landsbankans mælti með svo hún slapp fyrir horn.

Hvenær má vænta þess að Landsbankinn gefi út sparnaðarleiðir á ný í formi fyrrnefnds bæklings  og þar verði útskýrð áhætta með peningabréf? Staða sparifjáreignenda er óviðunandi þar sem ekki er reynt að sýna fram á betri viðskiptahætti í nýja Landsbankanum. Engir fulltrúar sem kynna núverandi stöðu eða koma með tillögur um raunhæfar sparnaðarleiðir?


mbl.is Ítreka kröfur um bætur vegna peningabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband