Framfaraflokkur - eða óþjóðhollur krataflokkur?

Tætlurnar er eftir standa í Framsóknarflokknum er óræð framtíð þar sem sterk undiralda óeiningar og undirferli eru ótrúverðugar. Vonandi verður flokkurinn heilli og lýðræðislegri með nýjum ungum formanni. Verðandi formaður þarf að geta leitt fram lýðræðislega umræðu sérstaklega um Evrópusambandið þar sem raddir þeirra sem efast eða vilja ekki inngöngu fái að heyrast. Flokkurinn þarf heilstæða stefnu þar sem þjóðarheill er í fyrirrúmi  upp rísi "nýtt Ísland"  úr bankakreppunni; þar sem áherslan er  framfarir og atvinnuuppbygging um allt land  á forsendum auðlinda þjóðarinnar.

Takist flokknum ekki að koma fram sem flokkur þar sem undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar útgerð og landbúnaður okkur til fæðuöryggis; og gjaldeyrissköpunar   á hann ekki framtíð fyrir sér. Sama er að segja um áframhaldandi orkuiðnað og nýta  tækniþekkingu/menntun vel menntaðs fólks  til frekari velmegunar.

Þau öfl innan flokksins er ætluðu að ganga að fyrrverandi formanni Guðna Ágústssyni dauðum með yfirgangi líklega undir forystu Páls Magnússonar eru ekki vænlegur kostur fyrir þjóðlegan framfarasinnaðan flokk.

Höskuldur Þórhallsson er óskrifað blað  en takist honum að ná sáttum og koma fram sem leiðtogi flokks þar sem sem lýðræðisleg umræða og ákvarðanataka er raunveruleg staðreynd á flokkurinn sér ef til vill lífslíkur?

 

 


mbl.is Höskuldur býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband