6.12.2008 | 15:55
Yfirtaka Glitnis óhjákvæmileg
Ekki var eftir neinu að bíða að taka Glitnir, bankarnir höfðu gengið langt út fyrir stærðarmörk hagkerfis smáþjóðar, i skjóli laga EES og ESB, þar sem ábyrgð íslenska ríkisins var látin gilda án þess fjármálakerfið gæti stöðvað stærð bankanna.
Meðan "helför" íslensku bankanna hélt stjórnlaust áfram höfðu bankarnir að mestu ráð yfir öllum fjölmiðlum er létu málin þróast án umtalsverðar gagnrýni. Allt var undir "stórar gjafir" til menntastofnana/listamanna og íþróttafélaga til að viðhalda fallegri áferð bankanna.
Við bættist aðdáun og fylgi forsetans við ástandið, lét aðdáun sína óspart í ljós; klappaði þróuninni lof í lófa. Hann verður ekki öfundsverður að semja áramótaræðu sína í ár; ætti að leita til forvera síns Frú Vigdísar Finnbogadóttur til að útfæra fyrir sig hugtökin sameiningartákn og hlutleysi, sem er óformleg yfirskrift forsetaembættisins.
Með töku Glitnis var brask bankanna stöðvað og stjórnvöld náðu tökum á "pappírsgullæðinu" þótt það muni kosta þjóðina óheyrilegar fórnir.
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:13 | Facebook