6.12.2008 | 21:13
Aðventa: Ave María
María Guðsmóður á sterk ítök í þjóðarsálinni um það bera skáld og lagasmiðir vitni er hafa samið ljóð og lög um hana. Indriði Einarsson orti ljóðið Ave María við lag Sigvalda Kaldalóns ein af fegurstu söngperlum okkar. Gott að íhuga aðventuna með fallegu ljóði um móður hins Kristna heims:
Þú blíða drottning bjartari en sólin.
þú biður fyrir lifendum og dauðum.
Hríf um eilífð oss frá heljar nauðum.
Ave María Ave María. Ave María.
Gef þeim himnesk jólin.
Bið þinn son að vernda oss frá villu.
í veröld eru margir stigar hálir.
Um eilífð vernda allar látnar sálir.
Ave María. Ave María. Ave María.
Frelsa þær frá illu.
Góða helgi:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook