11.12.2008 | 17:59
Kornið fyllir mælirinn -
Reiði almennings vegna erfiðs efnahags þjóðarinnar í Grikklandi breyttist í styrjaldarástand þegar fimmtán ára drengur varð fyrir voðaskoti lögreglunnar og lést í mómælaaðgerðum. Enn er ástandið erfitt og gæti leitt til þess að almenningur verði að fá kosningu til að friður náist.
Mótmæli hér á landi hafa sem betur fer verið nokkuð friðsamleg en ekkert má út af bera til að alvarlegt ástand gæti skapast.
Sumir bloggarar hafa dæmt þessi mótmæli hér á landi harkalega og viljað láta hart mæta hörðu. En er ekki unga fólkið sem er að mótmæla toppurinn á ísjakanum, öll þjóðin er særð og reið yfir að fáir einstaklingar hafi skuldsett þjóðina um langa framtíð með græðgi og ófyrirleitni?
Undirrituð er ekki að mæla með harkalegum mótmælum en það leiðir að sjálfu sér að undiralda reiði og sært stolt er fyrir hendi hjá almenningi. Upplýsingar um bankahrunið og skipulagningu nýju bankanna verða að koma reglulega fram eins og kostur er; ef ekki þá verður þjóðin að fá að kjósa nýja stjórn.
Óráðlegt að kynda undir reiði fólks með ósanngjörnum skrifum það er réttur í lýræðisríki að mótmæla.
Götubardagar boðaðir í Aþenu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook