Hvaða farvegi?

Erfitt að halda umræðu um ESB-aðild í röklegum farvegi þegar ritstjórn Morgunblaðs og Fréttablaðs stjórna umræðunni þar sem raddir þeirra sem eru fremur á móti aðild eru lítt sjáanlegar. Undantekning er Mbl í dag þar sem blogg Hauks J. Guðmundssonar var á miðopnu en það er samt sem áður tilhneiging til að "þegja andstöðuna í hel" hjá blaðinu.

Morgunblaðið er ekki hlutlaust meðan stuðningur að aðild er nánast einráður. Vonandi koma nýir aðilar að blaðinu er geta gefið meiri breidd í umræðunni. Skiljanlegra með Fréttablaðið þar sem eigendur þess og Samfylkingin ráða  þar ríkjum og eru á móti aðild; þar af leiðandi er Fréttablaðið ekki hlutlaust blað þjónar eigendum sínum fyrst og fremst.

Undirrituð saknar Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra sárlega; meðan hann var þá mátti sjá og skynja yfirsýn yfir blómlegt atvinnulíf í eigin landi. Sannarlega  þörf á röklegum farvegi í umræðunni um aðild ESB en verður tæplega með núverandi eigendum blaðsins.


mbl.is Evrópunefndin ekki einhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband