Einkarekstur í skólamötuneytum - ódýrt fæði

Vonandi hefur kreppan sem minnst áhrif á skólastarfið en hagræðing er óhjákvæmileg. Að skólar gangi svo langt að setja fæðiskostnað barna til innheimtufyrirtækja er ekki rétt leið. Þar eiga  fjölskyldur í hlut sem  eru  í vandræðum með afkomu.

Nær væri að skólar hagræddu í mötuneytisrekstri og nýttu kosti einkareksturs í skólamötuneytum þar sem allur rekstur yrði á ábyrgð þess er sér um reksturinn/matreiðsluna, markmiðið yrði hollur  og ódýr matur undir eftirliti skólayfirvalda og bæjarfélags.

Reksturinn ætti ekki á nokkurn hátt að vera tengdur skólunum nema til áhrifa á holla fæðu og hreinlæti. Með framgreindri skipulagningu mætti ná fram hagræðingu og jafnvel gefa möguleika til að fella fæðiskostnað barna niður að mestu eða öllu leyti.


mbl.is Hagrætt í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband